Sunnudagur í sveitinni
Ég elska lífið.
Ég elska fólkið mitt, ég elska fjöllin, ég elska Fljótsdalshérað, Kolgrímu og haustið.
Byrjaði daginn á hjólatúr norður að Lagarfljótsbrú. Gróðurinn er í litríkum haustbúningi. Ilmurinn af haustinu stígur upp af jörðinni. Sólin skín og fjöllin eru þarna öll á sínum stað.
Kolgríma fór í fyrsta könnunarleiðangur sinn i Selskógi í dag. Hún fór nú ekki nema 2 til 3 metra frá húsinu og kom svo inn aftur eftir að vera búin að nusa af öllu sem á vegi hennar varð í þessum mikla landkönnunarleiðangri.
Gissur bróðir er úti að vinna í pallinum og ég er að fara í Vallaneskirkjugarð að segja til um hvernig ég vil að legsteinninn hans Finns veður settur niður.
Það er sunnudagur í sveitinni.