01 október 2007

Mánudagur

Það er rigning úti og frekar hráslagalegt.
Ég er hálf mygluð í dag og þjáist af alvarlegu tilfelli af frestunaráráttu. Ég er með langan syndalista og mér gengur hægt að vinna úr honum.
Kolgríma er að leggja undir sig Skógarkotið. Ég var að reyna að ná athygli hennar í morgun þar sem hún lá á borðstofustól og lét fara vel um sig. Hún ansaði mér ekki.
Ég fór inn í herbergi og lokaði að mér. Þegar ég kom fram aftur stóð Kolgríma framan við dyrnar og sendi mér illt augnaráð. Hún vill ekki láta skilja sig útundan.
Jæja, best að spíta í lófana, bíta á jaxlinn og ráðsta á verkefni dagsins.
Góðar stundir.

|