11 október 2007

Nóbel og Steini

Voðalega er ég kát yfir Nóbelsverðlaununum í bókmenntum.
Raungreinaveitingarnar fara alltaf inn um annað og út um hitt hjá mér. Ég hlusta bara eftir friðarverðlaununum og bókmenntaverðlaununum.
Doris Lessing er afskaplega vel að þessum verðlaunum komin, en það hefði nú reyndar mátt veita henni þau fyrr. En samt gott að Nóbel rankaði við sér því betra er seint en aldrei.
Að öðru. Í morgun fór ég í Húsasmiðjuna til að kaupa mér 4 skrúfur. Ég lét plata mig til að kaupa 8 skrúfjárn í leiðinni - allar gerðir af skrúfjárnum sem ein kona getur mögulega haft not fyrir í lífinu.
Svo hringdi ég í Steina Óla og sagði honum að heima hjá mér væri borvél, mig vantaði bara karlmann á endann á henni. Ekkert mál, hann kemur til mín um helgina. Svona eru frændur mínir af Steinsættinni yndislegir.

|