05 nóvember 2007

Deyr fé ...

Við systur stöndum á undarlegum tímamótum með dætrum okkar.
Veturinn 76 - 77 leigðum við saman íbúð í Hafnarfirði, við Anna Guðný og Finnur. Ég gekk með frumburðinn okkar Finns.
Svo fór Anna Guðný að koma heim með gamlan kærasta sinn, kærasta sem hún átti þegar hún var 14 ára. Þetta var hann Sigurður Grétars frá Skipalæk.
Anna Guðný og Siggi eignuðust tvær dætur og við Finnur eignuðumst tvær dætur.
Í dag eru allar þessar stelpur föðurlausar.
Siggi varð bráðkvaddur út í Bandaríkjunum í morgun þar sem hann var í viðskiptaferð. Finnur dó á Landspítalanum fyrir rúmum þremur árum.
Báðir tengdasynir foreldra minna dánir. Báðir á besta aldri. Báðir fæddir 1956.
Anna Guðný og Siggi skildu og Siggi tók saman við Grétu Sigurjóns. Þau eignuðust lítinn dreng 15. mars sl.
Ég votta ykkur öllum samúð mína, Anna Guðný, Þórunn Gréta, Kristín Arna, Gréta, litli Sigurjón Torfi, Þórunn og Grétar - Guð geymi ykkur öll.
Ég þakka Sigga fyrir allt gott, sem mágur og sem yfirmaður þegar ég vann hjá honum.

|