04 nóvember 2007

Héraðsfréttir

Mig langar að fá fréttabréf af Héraði.
Af hverju kemur ekki út blað í sveitarfélaginu okkar? Eitthvað í líkingu við Grafarvogsblaðið eða önnur hverfablöð í Reykjavík?
Ég hefði gaman af að fá að vita hvað er að gerast í bæjarmálum hér. Ég spyr reyndar bara Nínu vinkonu af því að hún er í bæjarstjórn, en ekki getur hún farið hús úr húsi og sagt fréttir af bæjarmálum.
Mig langar að heyra af fimleikadeildinni sem mér skilst að standi sig vel á landsmælikvarða. Af öllum afrekum krakkanna hérna, krakka í hestaíþróttum, fótbolta og leiklist.
Mig langar að vita hvað er að gerast í atvinnumálum, menningarmálum og bara yfir höfuð hvort það er líf í bænum.
Ég held að það myndi þjappa okkur saman og efla áhuga okkar á að búa hér í sveitarfélaginu ef við vissum betur er að gerast.
Helgin er búin að vera frábær hjá mér.
Í gær var ég á Seyðisfirði á mjög góðum fundi hjá Félagi aðstandenda altsheimersjúklinga. Mjög gagnlegur fundur og maður sér hlutina í nýju ljósi þegar einhver annar lýsir því sama og maður hefur sjálfur upplifað.
Fór og knúsaði mömmu eftir fundinn, færði henni nýja skyrtu, eldrauða. Hún hefur svo gaman af að vera fín til fara og hún hefur alltaf gaman af að fá ný föt.

|