24 desember 2007

Aðfangadagur

Afsakið'i allan þennan reykinni...
Þá er maður farinn að huga að steikinni.
Eins og glöggir lesendur Lötu Grétu hafa e.t.v. veitt athygli eru allar myndirnar dottnar út af síðunni.
Guðmóðir Lötu Grétu, Tóta á Hallormsstað, var að reyna að útskýra þetta fyrir mér um daginn en hún missti sig út í of mikið tæknimál til að ég gæti skilið hvað hér væri að gerast.
En það sem ég skildi er að það mun vera hægt að lagfæra þetta aftur og verður það gert eftir jólin.
Haldið því gleði ykkar og eigið friðsæla og fallega jólahátíð. Vona að þið fáið öll eitthvað gott í gogginn í kvöld, en fyrst og fremst vona ég að þið eigið ánægjulegt kvöld í vændum með þeim sem ykkur þykir vænst um.
Góðar stundir.

|