24 janúar 2008

Pólitískur farsi

Það er fjör í borgarstjórn.
Ég var að horfa á fréttirnar þar sem sýnt var frá þessum fundi þar sem allt ætlaði um koll að keyra. Menn tóku varla eftir að Björn Ingi sagði af sér.
Svo kom frétt um Ástþór forsetaframbjóðanda og ég fór að velta því fyrir mér hvort Ástþóri hafi ekki dottið í hug að bjóða sig fram til borgarstjórnar. Þar væri hann fremstur meðal jafningja.
Hann tæki sig vel út í Viðey með Yoko Ono í friðadansi. Já, ég held að Ástþór ætti að taka stefnuna á borgarstjórastólinn, það embætti losnar líka miklu oftar en forsetaembættið svo Ástþór getur fengið mörg tækifæri þar.

|