22 janúar 2008

Vinnuföt

Hvað eru menn að fara á límingunum út af fötunum hans Björns Inga?
Mér þykir verra að hann skuli hafa vaxið upp úr fötunum en að hann hafi fengið þennan vinnugalla sinn hjá flokknum.
Svo þykjast hinir pólitíkusarnir vera stikkfrí og hafa keypt hverja spjör á sig sjálfir!!!
Ég man nú þegar þjóðfélagið var að sálast út af Dior-dragtinni hennar Guðrúnar Helgadóttur þegar hún varð forseti Alþingis. Ekki er Guðrún í Framsóknarflokknum.
Ekki er Ingibjörg Sólrún í Framsókn, en mér sýnist hún nú heldur betur hafa fegnið yfirhalningu hjá útlitsfræðingum. Skyldi hún hafa notað allt sitt kaup í það?
Svo er ég búin að fá upp í kok af þessum pólitíkusum sem vita ekki hvort þeir eru að koma eða fara og þora ekki að líta orðið hver af öðrum af ótta við að samherjar séu að hlaupa út undan sér. Varla að menn þori orðið á klóið.
Og ég trúi sko ekki öðru en að allir hinir pólitíkusarnir eigi sína fatasponsora, þeir eru bara ekki að asnast með það inn í bókhaldið eins og Framsóknarmenn og geta þess vegna pússað geislabaugana og sett upp sakleysissvip.
Ef einhver vill kaupa flott föt á mig þá skoða ég það sko með opnum huga.

|