16 mars 2008

Mamma 87 ára

Fór til mömmu í gær.
Hún leit ljómandi vel út þrátt fyrir fótbrotið og hafði það huggulegt í stórum Lazy-boy stól sem Þórhallur og Anna Guðný fóru með til hennar eftir óhappið.
Ég var voðalega huffleg og færði mömmu páksaegg sem ég keypti í Súkkulaði og rósir, hjá Eddu Heiðrúni Bachmann. Reyndar smakkaði ég líka vel á egginu, ekkert smá gott súkkulaði.
En afmælisbarnið leit aldeilis vel út og það færðist svo mikil værð yfir mig hjá henni að ég lagðist í bólið hennar og steinsofnaði. Skemmtilegur gestur.
Svo eldaði ég nautalund handa Magga af því að hann átti líka afmæli í gær. Það lukkaðist bara vel, en förum ekki nánar út í það.

|