01 maí 2008

Fram þjáðir menn í þúsund löndum.

Til hamingju með daginn allir vinnandi menn og konur.
Tók mér skóflu í hönd og mokaði Súbba minn út úr bílskúrnum, svona í tilefni dagsins.
Annars verður deginum að mestu varið í faðmi Fellbæinga. Afmæli hjá minni kæru vinkonu Guðrúnu Láru og svo frönsk súkkulaðikaka hjá Grétu í kvöld.
Eigið góðan dag til sjávar og sveita.
En af því að það er 1. maí en ekki Dagur íslenskrar tungu, þá kannski stautið þið ykkur í gegnum þetta.

|