23 apríl 2008

Bílstjórablús

Ég verð að viðurkenna að ég hef ekkert rosalega samúð með bílstjórum.
Ég veit ekki hverjir slíta meira upp vegina en flutningabílar, þannig að ég held að það sé allt í lagi að það sé tekinn tollur af bensíni og olíu til að kosta lagfæringa á þjóðvegum landsins.
Það hefur ekki verið neitt þægilegt að aka um hér fyrir austan síðan framkvæmdir hófust og vegirnir eru fullir af alls konar stórum ökutækum sem stjórnað er af mismunandi góðum bílstjórum.
Sem betur fer eru margir bílstjórar gætnir og fara eftir umferðareglum, en maður veit það ekki þegar stórt ökutæki nálgast hvers konar stjórnandi er þar við stýrið.
Á ferðum mínum milli Hafnar og Egilsstaða hef ég marg oft þóst sleppa naumlega frá því að lenda undir stórum flutningabíl sem ekið er allt of hratt miðað við aðstæður, það er ekki slegið af þótt bíll komi á móti og stundum hef ég lent í því að jafnvel á blindhæð eru þeir hálfir yfir á öfugum vegarhelmingi. Svo maður tali nú ekki um að margir bílstjórar nota tímann í ferðum sínum til að tala í símann.
Hvergi er ég hræddari en í Hamarsfirðinum.
Nei, þessi bílstjóradeila hefur bara minnt mig á að það væri óskandi að strandsiglingar yrðu teknar upp að nýju. Það er alls konar varningur sem hægt er að flytja sjóleiðina þó sumt þurfi að berast hratt milli staða.

|