22 júní 2008

22. júní

Þá er daginn farið að stytta aftur.
Sumarsólstöður í gær, lengsti dagur ársins. En vonandi gott sumar framundan.
Í gær var Runuslútt. Við vorum 15 í mat og glatt á hjalla.
Stella á Lindarbakka kom snemma í grillið því hún var svo boðin í mat annars staðar.
Það var skálað í Aalaborgarákavíti í minningu pabba, en annars var nú drukkið allt frá Bónus-freyðivíni yfir í frönsk rauðvín með matnum enda voru nokkrir veislugestir annað hvort ekki búnir að fá úthlutað áfengiskvóta eða þá að þeir voru búnir að klára hann fyrir aldur fram.
Í dag ætlum við Anna Berglind að fara í bíltúr, kíkja á Seyðisfjörð og inn í Fljótsdal og allt þar á milli.
Speki dagsins á dagatalinu mínu er: Láttu áhyggjurnar ekki ná tökum á þér. Þá áttu lítið rúm eftir fyrir jákvæðar hugsanir.

|