24 júlí 2008

Hvenær ...

ætla íslenskir blaðamenn að vaxta upp úr svona fréttaflutningi.
Það var lengi gert grín að Akureyringum fyrir að taka það alltaf fram í fréttum sínum að aðkomumaður hefði verið valdur að því að eitt eða annað fór úrskeiðis í bænum.
Af öllum þeim fjölda Pólverja sem búa á Íslandi er örugglega ekkert meira af ógæfufólki en í sama fjölda afkomenda víkinga búsettum á Íslandi.
Gleymum því heldur ekki að það hafa verið svipaðar ástæður fyrir því að víkingar komu til Íslands hér í denn og fá Pólverja til að flytja hingað.
Von um betri lífskjör.

|