01 október 2008

Nauðsyn brýtur lög

Ég er ekki alveg að ná atburðarásinni.
Ekki efast ég um að það hafi verið nauðsynlegt fyrir Davíð, ég meina Seðlabankann að taka þá ákvörðun að ríkissjóður, án samráðs við Alþingi, tæki Glitni eignarnámi, ég meina keypti stærsta hlut bankans.
Ég er bara ekki búin að skilja hver var í nauðum staddur.
Svo er ég ekki enn búin að fatta hver staða Davíðs er í þrígreiningu ríkisvaldsins. Kannski eru fjórar greinar á íslensku ríkisvaldi - hver veit?

|