10 október 2008

Refsiaðgerðir

Ég hef ákveðið að beita Breta refsiaðgerðum.
Í ljósi óendanlegs hroka breska forsætisráðherrans Brúna Godda, hef ég ákveðið að kaupa ekki Makkintos-konfekt fyrir jólin eins og ég er vön. Enda er fyrir löngu búið að taka uppáhalds molann minn úr dósinni - maltkaramelluna.
Mackintosh´s frá Quality Street er hvort sem er bara óhollt jukk.
En í þakklætisskyni fyrir vináttu Færeyinga í okkar garð ætla ég að kaupa allar jólagjafirnar í Rúmfatalagernum hjá vini vorum Jakúp frá Færeyjum.

|