08 október 2008

Sjá roðann í austri

Ja, nú dámar mér.
Við sem erum búin að þamba kók í mannsaldur, hesthúsa mörgum pökkum af Ceerios og Coco puffs, tyggja upp heilu skipsfarmana af amerísku tyggjó og horfa á fleirihundruð og fimmtíu amerískar kvikmyndir. Svo eiga Rússar að bjarga okkur frá hungurdauða.
Ótrúlegt að hugsa sér forustu Sjálfstæðisflokksins fara með betlibauk austur að Kremlarmúrum.
Hvað skyldu þeir spjalla um yfir morgunskattinum fyrir handan þeir félagar Ólafur Thors, Einar Olgeirsson, Geir Hallgrímsson og Lúðvík Jósepsson?

|