13 október 2009

Er óhreint mjöl í pokahorninu?

Hvað er nú að gerast á Bessastöðum?
Ég hef verið að velta því fyrir mér sl. ár af hverju forseti vor hefur aldrei stigið á stokk og mælt hvatningarorð til þjóðarinnar á erfiðum tímum. Stappað stálinu í lýðinn. Sameinaðir stöndum vér ... Snúum bökum saman ... Bráðum kemur betri tíð ...
En nei ó nei, allt sem hans hátign forseti vor hefur til málann að leggja er þetta. Og þá spyr maður sig - hvað hefur maðurinn að fela?

|