Fyrsta ferðahelgin
... á þjóðvegum landsins í sumar.
Kannski að það hafi verið af því tilefni sem bensín hækkaði upp úr öllu valdi.
En maður bítur á jaxlinn því við Maggi erum að leggja í jómfrúarferðina með hjólhýsið í kvöld. Allt er orðið klárt, ég er búin að raða glaðlegu hjólhýsa-búsáhöldunum á sinn stað og Maggi er búinn að læra allt varðandi rafmagnið, gasið og vatnið í dúkkuhúsinu.
Meira að segja aðgerðir ríkisstjórnarinnar ná ekki að taka af mér tilhlökkunina og gleðina í sálinni.
Í Selskógi hamast íbúar við að gera lóðir sínar fínar. Nágrannar mínir þurftu að höggva svolítinn skóg til að búa til grasflöt og ég naut góðs af því. Mér voru færðir nokkrir trjábolir, það er búið að saga niður eldivið og nú stendur búmannlegur eldiviðarstafli á pallinum við Skógarkot. Maggi hreinsaði sprek úr rjóðrinu og ég sló fyrsta slátt í gær.
Já lífið í Skógarkoti er eins og lítið ljúft ævintýri.