10 nóvember 2005

Subaru

Jæja, þá er maður kominn á almennilegan vetrarbíl.
Fór og keypti mér þennan líka fína rauða Subaru legasy station. Við Kolgríma ættum því að hafa rúmt um okkur á ferðum okkar um landið næsta sumar. Ég ætti líka að komast allra minna ferða um nærsveitir í vetrarfærðinni.
Ég er afar ánægð með nýja farkostinn, næstum að ég kalli í fólk við kaupfélagið og segi þeim að koma og dáðst að honum með mér.
Verið er að gera Benza kláran fyrir vetrardvalann og hann er búin að fá gott heimili út í sveit. Í vor flytur hann svo til Reykjavíkur eins og allir sem ekki þrífast á landsbyggðinni.
Brá mér á Höfn, alltaf gaman að koma þangað. Fór Öxi suður og það var fínt en við þorðum ekki öðru en að fara firðina heim, það var svo mikil hálka og ausandi rigning, örugglega snjókoma á Öxi. Tek ekki áhættuna á annari næturdvöl þar eftir að hafa setið föst í skafli í 13 eða 14 klukkutíma og enginn saknaði okkar ferðalanganna. Ekki einu sinni Hornfirðingarnir sem áttu von á okkur.
Það eru miklar annir hér á þessum bæ. Fullt af gestum um helgina og svo þarf ég að fara að huga að því að pakka niður fyrir Kaupmannahafnarferðina í næstu viku. Mér gengur hálf illa að fá pössun fyrir kisu, það kemur mér á óvart, ég hélt að það væri eftirsótt starf.
Frumburðurinn kom í heimsókn og það var afskaplega notalegt.
Lífið er ósköp ljúft og ég hlakka obbolítið til að fara til Köben með frumburðinum og kíkja á lambið mitt.

|