Lambið mitt
Nú verð ég að fara með bænirnar mínar.
Lambið mitt er að fljúga með Turkish-airlines frá Kaupmannahöfn til Instanbúl á morgun. Skyldi Guð á himnum vera í sambandi á þessu svæði eða er það Allah? Kannski að þeir skipti heiminum á milli sín eins og símafyrirtækin og þarna verði örverpið mitt utan þjónustusvæðis.
Það er svo kalt hér á Héraði í dag, ég er frosin inn að beini og það er töluverð vegalengd. Þurfti að leggjast í 50° heitt bað til að ná úr mér hrollinum þegar ég kom heim úr vinnunni. Samt er ég bara að vinna innivinnu. Aumingja þeir sem þurfa að vinna úti í þessum fimbulkulda. Ég held að hitamælirinn á húsinu mínu sé ekki réttur, hann sýnir bara - 5° það hjóta að eiga að vera -25°. Ætli maður verði ekki að sofa í föðurlandi með hitapoka undir sér í nótt.