24 október 2005

Baráttudagur kvenna

Fundurinn hér á Egilsstöðum var vel lukkaður.
Við ætluðum að koma saman á Hótel Héraði en það var engan veginn pláss fyrir allar þessar konur þar, svo Karen Erla hringdi í íþróttahúsið, lét Hrein Halldórsson - Strandamanninn sterka - stöðva fótboltaleik hjá strákunum og við stormuðum allar þangað og héldum fundinn í íþróttasalnum.
Mér fannst besta ræðukonan vera ung menntaskólastúlka - kröftug og hnitmiðuð ræða hjá henni.
Svo er bara að sjá hvort það verði enn þörf á baráttufundi eftir 30 ár.
Einhvern tíma las ég að lægst launaði hópurinn á vinnumarkaðinum væru giftar konur en hæstu launin fengju giftir karlar - þetta er náttúrulega fáránlegt ef rétt er. Þurfa giftir karlar hærri laun en ógiftir og ef svo er þurfa þá giftar konur ekki líka hærri laun en ógiftar? Hvað kemur hjúskaparstaðan launum við?

|