Opinber heimsókn
Ég sá það í blöðunum nú í vikunni að forseti vor og frú hans brugðu sér í mikið ferðalag. Alla leið frá Álftanesinu suður til Hafnarfjarðar.
Ansi er orðið lítið í ferðasjóði forsetans ef hann hefur ekki tök á viðameira ferðalagi en þetta. En það er kostur við svona stutt ferðalag að ekki þarf að láta handhafa forsetavalds taka við. Kannski að forseti vor og fylgdarlið hans heimsæki næst bernskustöðvar mínar í Kópavoginum.
Lífið gengur bara sinn vana gang hjá okkur Kolgrímu. Ég er samt svolítið hrædd um að hún sé í einhverju strákastandi, hún hegðar sér frekar furðulega. Hún er með verri unglingaveiki en dætur mínar fengu, hoppar upp á borðum í eldhúsinu þó hún sé löngu búin að læra að þar á hún alls ekki að vera. Ég er stöðugt að úða úr vatsnbrúsanum á hana, en hún bara hoppar aftur upp á borð þegar hún heldur að ég sjái ekki til.