15 október 2005

Köttur á köldu bárujárnsþaki

Ekki veit ég hvað hún Kolgríma er alltaf að koma sér í vandræði.
Í sumar varð Rumurinn að koma og bjarga henni niður úr elritré, nokkru seinna komst hún í sjáfheldu í birkitrénu úti í garði. Um daginn varð Bjarni granni að hjálpa mér að ná henni ofan af húsþakinu og núna er hún nýkomin ofan af þaki nágranna míns. Eins gott að húsin hér í hverfinu er öll á einni hæð, annars veit ég ekki hvernig ég ætti að ná kisu niður.
En að öðru. Mikið er nú gaman að Margrét Þórhildur og Hinrik hafa eignast þriðja sonarsoninn - og þessi er krónprins. Nikolai og Felix eru búnir að fá lítinn frænda og ég ætla bara rétt að vona að hann Friðrik reynist betri heimilsfaðir en hann Jóakim bróðir hans. Ég hef aldrei skilið hvers vegna hann Jóakim reyndist henni Alexöndru ekki betri eiginmaður, eins og þetta er sjarmerandi kona. Mary hans Friðriks er líka voðalega hugguleg, en kannski ekki eins dugleg að læra dönsku og Alexandra. Merkilegt með þessa dönsku konungsfjölskyldu að þurfa alltaf að vera að giftast útlendingum. Hinrik er franskur, Alexandra frá Hong Kong og Mary frá Nýja Sjálandi.
Maður verður að fá sér danskt smörrebröd í tilefni dagsins og hlusta á danska tónlist.

|