26 febrúar 2008

Áttavillt

Ég er snaráttavillt hér á Egilsstöðum.
Samt hef ég verið viðflækt staðinn mest alla æfina.
Ég var að skoða Google earth og þá kemst ég að því að ef ég horfi út um stofugluggann hjá mér og út eftir Fljótinu, þá er ég að horfa nánast í há-norður. Ég hélt ég væri að horfa í aust-norð-austur. Hef alltaf haldið að áttirnar væru svoleiðis hér.
Ég er að verða fimmtug og veit ekki í hvaða átt ég fer þegar ég geng út úr húsi mínu á morgnanna.
Ég held ég verði að reyna að ná áttum í lífinu.

|