18 desember 2005

Loksins, loksins

Laufabrauðið skorið og steikt.
Nú geta jólin komið fyrir mér. Bara eftir að smala heim börnum, tengdabörnum og kisunni Míu og þá er allt tilbúið. Eða næstum, ég er víst bara hálfnuð að skrifa jólakortin.
Hjó eldivið í 4 kassa. Það er farið að ganga á eldiviðinn hjá mér svo ég verð að láta fella 2 tré til viðbótar úr garðinum svo ég hafi arinvið næsta vetur. Mér sýnist að það megi líka alveg grisja í nágrannagörðunum.
Kannski ég taki aðeins til og skúri gólfin ef ég verð í stuði - annars bara sópa ég.

|