01 janúar 2006

2006

Þá er enn eitt árið runnið upp.
Lata Gréta óskar öllum gleðilegs nýs árs og vonar að þetta verði gott ár hjá öllum.
Það varð enginn stokkur á vegi mínum um áramótin svo það er allt við það sama hjá mér - held áfram að reykja í laumi enn um sinn - en það rennur einhvern tíma upp sá dagur að ég tek upp nikótíntyggjóið sem ég keypti mér.
Vegna mikilla anna hjá mér á næstunni hef ég ákveðið að taka bloggfrí um óákveðinn tíma. Ég þarf að koma lífi mínu í fastar skorður eftir að vera búin að vera kærulaus á ýmsum sviðum og það verður töluverð vinna. Skólinn fer að byrja og það eru heilu verkefnabunkarnir sem bíða mín í vinnunni. Næstu vikur verða því bara vinna, sofa, eta og læra.
Ég vona að þið hafið það öll huggulegt á nýju ári, að þeir sem stigu á stokk standi við heit sín og að hamingjan og ástin verði á vegi sem flestra. Munið bara að taka hamingjunni fagnandi ef hún bankar upp á í lífi ykkar því sorgin kemur óboðin.
Lifið heil.

|