08 apríl 2006

Fóstursonurinn

Garpur litli er fjögurra mánaða í dag.
Þessi litli fóstursonur okkar Kolgrímu er enn og aftur kominn til okkar. Eigandi hans er alltaf einhvers staðar úti á lífinu, sem kemur sér vel fyrir okkur því við höfum svo gaman af að hafa kisa litla hjá okkur.
Í tilefni dagsins fengu kettirnir daim-ís og eitthvert nammi-kattafóður.
Ég er búin að vera rosalega dugleg í dag eftir allt hreyfingaleysi undanfarinna vikna - hætti að hreyfa mig um leið og ég hætti að reykja. Í dag er ég búin að fara í gönguferð um þorpið og heilsa upp á veika systur mína. Hjá henni datt ég í súkkulaðiát svo göngutúrinn var kannski ekki einu sinni til að brenna þeim hitaeiningum sem ég tróð í mig hjá henni. En hvað um það. Ég er búin að moka gangbraut heim að húsinu mínu. Það kom nefnilega gestur hér um daginn og grenjaði eins og gamalmenni yfir að ég mokaði ekki stéttina. Heyr á endemum, ungt fólk á mínum aldri hefur bara gott af að kafa snjó upp í tegund.
Ég gafst upp á að taka þetta lyfjasull sem átti að létta mér lífið án nikótíns. Strax daginn eftir að ég hætti að taka það þá stökk mér bros og á öðrum degin gat ég hlegið obbolítið. Mér líður aftur eins og venjulega. Nú langar mig hins vegar hræðilega mikið í nammi svo kannski verð ég búin að fitan um 50 kg áður en vorið kemur.
Á eftir erum við Nína að spá í að skreppa upp í skóg og skoða Skúla Björns fimmtugan. Aðeins að sjá hvernig hann tekur sig út á þessum aldri. Ég hef nú ekki einu sinni séð hann síðan hann varð afi svo það er ekki víst að maður þekki Ruminn.

|