17 júní 2006

17. júní

Þættinum hefur borist bréf.
Ég fékk athugasemd út af blogginu mínu í gær. Rauða fína slátturvélin mín sem er af einhverri gerð sem ég man ekki hver er, er bensínvél en ekki rafmagnsvél. Þetta leiðréttist hér með því ég vil að sjálfsögðu hafa það sem sannara reynist.
Upp er runninn sólríkur og fallegur þjóðhátíðardagur. Í tilefni af því settist ég út á pall í náttfötunum í morgun, drakk kaffið mitt og naut þess að horfa á nýslegna grasflötina sem hann Bjarni granni minn laumaðist til að slá í gær meðan ég var í vinnunni.
Dagurinn í dag á að fara í algert letilíf, smá hjólatúr og bara nákvæmlega það sem ég nenni að gera.

|