11 júlí 2006

Þættinum hefur enn borist bréf

Nú er bent á að hér sé of mikið bloggað um ketti.
Humm, Kolgríma er nafli alheimsins. Hvað á ég svo sem að blogga um?
Jú, ég fór í ræktina í dag, í gær og fimm sinnum í síðustu viku. Smá átak í gangi. Það virkar samt ekkert því ég er svo dugleg í ræktinni að ég borða bara það sem mig langar í svona til að verðlauna mig fyrir dugnaðinn.
Svo hjólaði ég í vinnuna í dag og í gær. Það gerir heldur ekkert gagn því ég þarf að sjálfsögðu líka að verðlauna sjálfa mig fyrir það, fór út að borða á Nielsen í hádeginu.
Ef ég á að halda jafnvægi milli þess sem ég borða og þess sem ég þarf að brenna verð ég að fá mér vinnu sem skógarhöggsmaður nyrst í Kanada, en þeir munu víst brenna um 5.000 hitaeiningum á dag.
Man ekki eftir fleiri fréttum sem ekki snúast um Kolgrímu.

|