31 ágúst 2006

Hann tölvi minn

Ég hef komist að þeirri niðurstöðu að tölvan mín sé karlkyns.
Það er erfitt að koma honum í gang á morgnanna - tók 20 mínútur í dag.
Hann getur bara með góðu móti gert einn hlut í einu - ef ég er á netinu dettur msn-ið oft út.
Hann lætur illa að stjórn - ég get alveg orðið hoppandi stundum ef ég vil fara á milli forrita.
Ég get ekki hugsað mér að missa hann af heimilinu - þrátt fyrir alla gallana.
Ég er samt tilbúin að skipta honum út fyrir annan meðfærilegri.
Þetta er greinilega karlkyns fyrirbæri.

|