24 október 2006

Kolgríma Nightingale

Ég hef legið alveg ónýt í rúminu í dag.
Kolgríma hefur gert það sem í hennar valdi hefur staðið til að gera mér lífið bærilegt. Mjálmað svolítið fyrir mig, legið lengi dags ofan á mér og malað og elt mig þessi fáu skref sem ég hef farið um húsið.
Kolgríma er eðalköttur.
Ég beit fast á jaxlinn og dreif mig í vinnuna í morgun af því að ég hélt að ég væri svo ómissandi. Svo kom í ljós að það var auðvitað bara misskilningur svo ég fór heim aftur, í sjóðheitt bað og upp í rúm á hitapoka.
Ég er ekki 74 ára heldur hangi ég enn í því að vera 47. Þetta er bara neyðarkall frá likamanum um að ég fari að druslast í ræktina. Það var ekki búið að finna upp skrifstofustörf þegar mannslíkaminn var hannaður og bakið á mér þolir ekki svona hreyfingarleysi.
Ef ég ætla ekki að leggjast í kör er víst ekki um annað að ræða en að koma sér í íþróttahúsið. En þangað til ligg ég á hitapoka og nýt læknisþjónustu Kolgrímu.

|