08 febrúar 2007

Of gömul????????

Mér hefur næstum alltaf fundist ég vera á allra, allra besta aldri.
Alltaf á rétta aldrinum til að njóta lífins og gera allt það sem mig langar til.
Nema í dag.
Mér finnst ég allt í einu vera orðin eitthvað hræðilega miðaldra. Ég var að lesa það á ruv.is að The Who yrðu á Hróarskelduhátíðinni í sumar og ég uppveðraðist, gaman, gaman, ég á Hróarskeldu. Og maður minn, Red hot chili peppers líka. Æði, ég var næstu búin að panta flug þegar ég fattaði að ég myndi ekkert passa vel í hópi 20 ára krakka og gamalla hippa sem dressuðu sig síðast upp í Karnabæ, hafa ekki enn fattað að það er komin 21. öldin og það er það allra hallærislegasta af öllu hallærislegu að ganga með síðar gráar hárlufsur og ég tala nú ekki um þegar þær eru bundnar upp í tagl.
Ég gæti auðvitað verið í túristafíling og skoðað konunglegar líkamsleyfar í dómkirkjunni og kíkt á víkingasafnið og svona eins og fyrir tilviljun slæðst inn á hátíðarsvæðið.
Æi, ég held ég verði bara að sætta mig við að þetta er einhvern veginn ekki alveg staður og stund fyrir mig.

|