29 apríl 2007

Einstaka sinnum hvarflar að mér ...

... að ekkert sé að marka stjörnuspár.
En núna er ég þess fullviss að stjörnuspár eru alveg jafn marktækar og veðurspár, ef ekki bara marktækari.
Í dag er mín svona:
Sporðdreki: Þú ert ekki týpan sem neitar sér um hlutina. Þegar eitthvað gott er á boðstólnum, kemur "nei" aldrei upp í huga þinn. Nema eitthvað enn betra sé líka í boði. Skelltu þér á bæði.

|