17 maí 2007

Aumingja Kolgríma

Þessi vergangur fer alveg með Kolgrímu.
Ég hélt í gær að hún væri loksins að átta sig á því að við erum á vergangi en búum ekki lengur á Reynivöllunum.
Á kosningakvöldinu sótti ég hana holdvota og skælandi niður á Reynvelli og hún fékk held ég bara hálsbólgu og kvef eftir það volk. Eftir það hefur hún haldið sig hér í Faxatröðinni þar til í morgun að hún lagði land undir fót og þegar mig fór að lengja eftir henni fór ég á Reynivellina og hitti nýja húsráðandann. Þar var allt á fullu í málningarvinnu og framkvæmdum.
Kolgríma hafði verið á vappi í garðinum kl. 11 í morgun en var farin þegar ég kom núna eftir hádegi.
Grey kisa, ég vona að hún eigi eftir að fyrirgefa mér þetta flandur og að hún fari að skila sér. Hún fékk sér ekki einu sinni morgunmat áður en hún fór að heiman.

|