Margfalt húrra!!!
Ég afhenti húsið í kvöld.
Ég er eins og undin tuska en ótrúlega líður mér vel.
Þær voru með mér nokkrar systur mínar úr Soroptimistaklúbbnum og engillinn hún Gréta Aðalsteins. Tuskurnar og moppurnar gengur ótt og títt, kassarnir flugu út úr húsinu ásamt rusli og óhreinindum.
Ég ætla að fara í bað og liggja þar þar til ég leysist upp.
Annars þarf ég víst að mæta á kjörstað kl. 8 í fyrramálið og verð þar með tveimur góðum hléum fram til kl. 22.00 annað kvöld. Ekki að ég verði svona lengi að kjósa heldur er ég í kjörstjórn.
Á fundi kjörstjórnar í gær minntist einhver á það hvort við fengjum ekki kaffi meðan á þessu stæði. Ég upplýsti það að þegar ég var í kjörstjórn í Vallahreppi hinum forna, þá var standandi hlaðborð fyrir okkur allan daginn upp á Hallormsstað og skólastýra hússtjórnarskólans kom reglulega og bætti kræsingum á borðið. Þetta þótti kjörstjórninni hér að vonum til mikillar fyrirmyndar.
Mér finnst það nú skítt ef maður þarf að hafa með sér samloku og kaffi á brúsa.