01 júní 2007

Sumarið er komið

Í dag er yndislegt veður á Fljótsdalshéraði.
Þetta er svo ljúfur tími, það er ekki bara að farfuglarnir eru allir komnir, gróðurinn sprunginn út og lömbin að leika sér á túnunum. Það er ekki síst gaman að sjá öll þessi börn sem allt í einu eru út um allt á hjólum, með bolta eða bara á hlaupum hvert á eftir öðru.
Lífið á Héraði er ljúft og gott.

|