13 júlí 2007

Brúðkaupssumarið mikla

Þetta er nú meira sumarið.
Ég er búin að vera við jarðarför, fermingu og brúðkaup og á eftir brúðkaup og skírn áður en sumarið er á enda. Það er sem betur fer ekki fyrr en á næsta ári sem fimmtugsafmælin hellast yfir mann í tugatali.
En hvað haldið þið að hún Gréta Aðalsteins hafi gert? Ég sem hef verið sérlegur öryggisfulltrúi hennar og fékk hana til að kaupa sér reiðhjólahjálm í vor og hef verið að predika yfir henni að það væri ekkert vit í því fyrir hana að búa lengur með honum Fúsa nema að giftast honum. Hvað haldið þið svo að hún laumist til að gera í kyrrþey í gær???
Hún fór með hann Fúsa sinn niður á Seyðisfjörð og lét sýsla pússa þau saman. Og ég var ekki látin vita.
Ég sem var búin að láta mig dreyma um að vera sósukona þegar Gréta myndi gifta sig.
Jæja, það þýðir víst ekki að erfa þetta. Ég vona bara að Guð og lukkan fylgi þeim skötuhjúm um aldur og ævi.

|