05 október 2007

Gröm og glöð

Mér líður hálf furðulega.
Ég er frekar pirruð út í Kolgrímu, satt að segja hundfúl út í hana. Það hefur hvarfla að mér að gefa Rauða krossinum hana og sjá hvor þeir geti ekki gert sér mat úr henni. Ég man ekki eftir neinum öðrum góðgerðarsamtökum sem safna dóti.
Hvað haldið þið að henni hafi dottið í hug? Hún nagaði aftur í sundur leiðsluna að bassahátalaranum í fínu græjunum mínum.
Jæja, en gremjan er að fjara út og þessi elska liggur á borðstofustól og skammast sín ekki vitundar ögn. Hún veit sem er að mér þykir voðalega notalegt þegar ég fer að sofa og hún kemur og malar fyrir mig.
En svo er ég afskaplega kát og stolt af sjálfri mér því ég er búin að setja saman annað náttborðið sem ég pantaði úr IKEA fyrir mánuði síðan en var að fá núna í vikunni.
Það er í sjálfu sér ekkert stórvirki að setja saman IKEA dót, það fylgir yfirleitt sexkantur og leiðbeiningablað. En þetta er ekki alveg svo einfalt, það er enginn sexkantur, heldur bara mynd af þremur áhöldum sem nota þarf til verksins. Ég bý svo vel að eiga einmitt þessi tæki, hamar, stjörnukrúfjárn og venjulegt skrúfjárn.
Með einu náttborði eru hátt í 100 skrúfuættaðra hluta. 20 stk. einhverjar innanskrúfur. Og viti menn, ég sjálf, Rannveig Árnadóttir, gat sett þetta saman ein og hjálparlaust. Húrra fyrir mér.

|