19 desember 2007

Að halda andlitinu

Þessi orð hafa öðlast nýja merkingu.
Ég var að lesa slúðurdálka dagblaðanna, eða netmiðlanna öllu heldur. Þar les ég að aumingju Michael Jackson heldur andlitinu saman með post it. Þegar ég skoða vandlega myndina með fréttinni held ég að þetta sé nú óþrafa illkvittni hjá blaðamanninum, kappinn er límdur saman með plástri en ekki post it miðum.
Stundum hvarflar að mér að láta laga svona eitt og annað sem ég er ósátt við í andlitinu en þegar ég les um hann Mikka þá læknast ég alltaf af þeiri þrá.
Hér í Skógarkoti gengur jólaundirbúningurinn með ágætum. Ég er langt komin með að skrifa jólakortin og Kolgríma lætur ekki sitt eftir liggja. Hún nusar af kortunum og þarf að skoða allt mjög vandlega sem ég er að stússa við. Verst að þurfa að skilja hana eftir eina heima yfir jólin, en ég er búin að semja við gott fólk um að hugsa um hana meðan ég er í burtu þannig að hún kemur til með að hafa það ósköp ljúft.

|