20 desember 2007

Heimilisfangið skiptir ekki máli

... kortin komast samt til skila.
Starfsfólkið hér á pósthúsinu á Egilsstöðum er ekki að láta smámuni eins og heimilsföng vefjast fyrir sér. Pósturinn minn kemst til skila.
Frá Gróu frænku minni í Grindavík fékk ég jólakort með póstfanginu 720 Borgarfjörður. Ekkert mál.
Áðan fékk ég kort frá Reykjavík með heimilisfanginu Einhvers staðar út í Egilsstaðaskógi á leiðinni til Reyðarfjarðar.
Ég held að samt til öryggis sé rétt að hafa heimilisfangið sem gefið er upp í símaskránni á netinu.

|