10 janúar 2008

Góð landkynning

Ég sá í slúðurdálkunum að Paris Hilton drekkur íslenskt vatn.
Er hún þá ekki komin í hóp Íslandsvina? Alla vega svona Íslandskunningja.
Og það var ekki við neitt slordónatækifæri sem hún var að sveifla flösku af íslensku vatni og yljaði Íslendingum um hjartarætur, það var þegar hún var að fara í fangelsi. Eða var hún að koma úr fangelsi, ég man það ekki alveg.
Svo hann Kalli Bjarna, honum finnst ferlegt að hafa verið tekinn. Hvað mega þeir segja greyin sem voru teknir á Fáskrúðsfirði?
Jæja, ég verð að viðurkenna að mér finnst það bara fínt að þeir voru allir teknir. Ég hef meiri samúð með dópistum og þeirra fjölskyldum en dópsölum.

|