10 febrúar 2008

Að loknu blóti

Ótrúlega lukkaðist blótið vel.
Ég kom sjálfri mér á óvart með því að lesa annálinn án þess að blása úr nös.
Dagskráin rann ljúflega og menn jafnvel hlógu að skemmtiatriðunum. Svo var dansað til kl. 4.
Mér leist nú ekki nógu vel á sjálfa mig þegar ballið var að byrja, þá var ég ekki í neinu dansstuði og þegar Skúli Björns var búinn að sveifla mér nokkra hringi um dansgólfið var ég eitthvað skrýtin í hausnum.
En sem betur fer lagaðist þetta og ég dansaði og dansaði. Frá kl. 3 til 4 féll ekki einn dans úr hjá mér.
En svo eru það nú aðalfréttir helgarinnar. Ég gleymdi tölvunni inn á Iðavöllum og hef verið netsambandslaus í 2 sólarhringa. Já, heila tvo sólarhringa!!! Ég veit að dætur mínar trúa ekki öðru en að ég hafi haft alvarleg fráhvarfseinkenni, en satt að segja hef ég haft það ljómandi gott. Las Moggann spjaldanna á milli í gær og hafði það bara virkilega ljúft.
Í dag notaði ég þetta fallega vetrarveður til að skreppa á Seyðisfjörð þegar ég var búin að fara í Iðavelli til að taka þátt í tiltekt og sækja tölvuna mína.

|