27 mars 2008

Maggi vill að mér batni

... á laugardaginn. Ekki fyrr.
Hann missir nefnilega af jeppatúr með strákunum ef við förum til Akureyrar.
Ég ansa þessu ekki, ég er betri núna en í morgun. Mér verður batnað á morgun.
Annars er ég að brjóta heilann um hvort vanvirðing við lítilmagnann geti virkilega náð svona langt út fyrir gröf og dauða eins og ég las á eyjan.is. Hver þiggur sælgæti úr höfuðkúpu?
Ég held að jafnvel forfeður okkar í öllu sínu allsleysi og allri sinni eymd hafi ekki notað líkamsleifar manna sem búshluti. Þetta er næsti bær við mannakjötsát.

|