30 apríl 2008

Dekurdúllukvennabarátta

Já, við konur á Norðurlöndum höfum það aldeilis bærilegt.
Meðan konur í Afríku berjast fyrir að fá að halda kynfærum sínum, þá berjast konur á Norðurlöndunum fyrir að fá kerlingar á umferðaljósin, sbr. þessa frétt.
En ég spyr, er eitthvað kynferðislegt við umferðaljós? Hvaða máli skiptir hvers kyns fígúran á gönguljósunum er?
En það er nú kannski ekki að marka mig, á öllu Austurlandi er ekki einn einasti umferðaviti, þannig að svona kynjamisrétti er ekki til staðar í minni sveit.

|