17 júní 2008

17. júní

Gleðilega þjóðhátíð.
Ég er nú bara dauðþreytt á þessum þjóðhátíðardegi okkar Íslendinga. Ég hef verið í vinnubúðum í Runu og það hefur gengið mjög vel hjá okkur systkinunum að gefa Runu andlitslyftingu í tilefni af 30 ára afmæli hennar.
Verkinu er samt alls ekki lokið, vinnubúðirnar munu verða starfræktar fram að næstu helgi.
En það vakti athygli mína þessi klausa í frétt á ruv.is Hvítabjörninn á Skaga hefur verið felldur. Björninn var aldraður og kvenkyns. Spurning hvenær ég verð slegin af, ég verð kannski einn daginn öldruð og ég er kvenkyns.

|