04 júlí 2008

Í útilegu

Ég er að velta fyrir mér hvað ég á að gera ef mig langar í útilegu.
Ef mér tækist að plata Magga eða einhverja vinkonu mína í tjaldferðalag. Sennilega fengjum við hvergi að tjalda miðað við þær reglur sem nú gilda á tjaldstæðum, sbr. þessa frétt.
Ég er 49 ára og vinir mínir á sipuðum aldri, dæturnar farnar að heiman og ég hef engin börn til að hafa með mér sem aðgöngumiða á tjaldstæði.
Ég hugsa að Kolgríma og Klófríður myndu ekki einu sinni duga.
Nei, ég verð víst bara að vera heima í sumar eða fara til útlanda.

|