27 ágúst 2008

Þjóðarstolt

Ég finn þjóðarstoltið fara um æðar mínar.
Frábært að sjá silfurstrákana okkar í sjónvarpinu, hvað þeim er vel fagnað, enda hafa þeir sannarlega unnið til þessarar móttöku.
Mín litla íþróttasál samgleðst þessum köppum og er stolt af þeim. Ég hef hreiðrað um mig í stofusófanum með nýja IKEA-listann og horfi á sjónvarpið með öðru en IKEA-dót með hinu. Það er bara seytjánda-júní stemning í höfuðstaðnum.
Ég var svo útkeyrð eftir annan dag í vinnu eftir sumarfrí að ég skreiddist beint í bólið þegar heim kom í dag og steinsofnaði.
Maggi er ekki svona slappur eins og ég. Í gær festi hann upp sóltjaldið á pallinn og hann hafði aldeilis tekið til hendinn í kúlugrjótmokstri í garðinum mínum meðan ég var að leka niður í vinnunni.
Áfram Ísland, flottir silfurstrákar sem við eigum.

|