09 september 2008

Óskabarn þjóðarinnar

Óskaplega er leiðinlegt að lesa um gengi Eimskipafélagsins.
Óskabarn þjóðarinnar, sem á ekki nema 6 ár í aldarafmælið. Vonandi ná þeir að standa af sér brotsjói og komast út á lygnan sjó.
Kannski að innrammað hlutabréfið sem ég á frá 1914 sé verðmætara en einn hlutur í félaginu.

|