29 október 2008

Bifrastarmenn eru rausnarlegir

... að bjóða Færeyingum fría skólavist.
En skyldu Íslendingar ekki geta kennt Færeyingum eitthvað nytsamara en viðskiptalögfræði?
Það er að heyra að framundan séu þeir svörtustu tímar sem nokkur núlifandi Íslendingur hefur þekkt. Ég trúi því ekki að þetta verði verra en maður les um að hafi verið um 1930. Þá var fátæktin svo gífurleg og húsakostur þjóðarinnar lélegur.
Tengdamamma var fædd 1920, hún sagði mér að þegar mamma hennar var að búa til rabbarbarasultu þá hefði hún ekki átt almennileg ílát undir sultuna. Það hefu verið dregnar fram allar könnur og skálar sem til voru til að geyma sultuna í.
Mér verður stundum hugsað til þessarar sögu þegar ég er að henda sultukrukkum og ósjálfrátt er ég farin að hugsa mig um hvort ég ætti kannski að geyma glerkrukkur sem falla til í staðinn fyrir að henda þeim.

|