30 nóvember 2008

30. nóvember

Afmælisdagur Finns, hann hefði orðið 52 ára í dag.
En í dag á Sigga lögga afmæli og líka hún Eva Dís sem er þrítug í dag. Afmæliskveðjur til þeirra beggja.
Líf mitt sem farlama gengur vel. Ég er komin með smá harðsperrur í brjóstvöðvana á að hoppa um á hækjum, en hann Maggi minn stjanar við mig og kettina svo ég þarf svo sem ekkert að vera mikið á ferðinni.
Ég verð samt örugglega orðin hundleið á að hanga hér í hægindastólnum áður en margir dagar líða - ég ætti ekki að kvarta því það fer svo ljómandi vel um mig.
Svo er ágætt að fá smá áminningu um hvað ég er heppin að eiga góða heilsu.

|